Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Berserkur veittist að bifreið með höggum og spörkum – Ökumaður sparkaði í hurðir og stóð á öskrinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynning barst lögreglu um berserk sem sýndi ógnandi hegðun í garð starfsmanna á matsölustað í miðborginni. Skömmu síðar barst önnur tilkynning um aðila sem veittist að bílaleigubíl með höggum og spörkum. Skemmdist rúða í bifreiðinni í atgangi mannsins. Reyndist þetta vera sami ólátaseggurinn og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um drykkjuraft í annarlegu ástandi á bar í miðborginni. Reyndist ógjörningur að fá upp úr honum hvar hann ætti heima svo hægt væri að aka honum heim til sín. Sökum ástands og þar sem hann var ekki að valda sér var.

Nokkuð var um tilkynningar sem bárust lögreglu um aðila í annarlegu ástandi að sökum áfengis eða annarra vímugjafa.

Lögreglan í Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ handtók ökumann bifreiðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Þá viðtók verri hegðun, þar sem ökumaðurinn lét svo öllum illum látum fyrir utan lögreglustöðina og sparkaði í hurðir og stóð á öskrinu. Var honum gefin ítrekuð fyrirmæli um að yfirgefa varðsvæði lögreglu sem hann gerði ekki. Aðilinn vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglu um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í hverfi 105. Hafði lögreglan hár í höndum meints gerandi og hann handtekinn stuttu seinna.

6 aðilar gista í fangageymslu lögreglu þegar fréttaskeyti er ritað.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -