Félagasamtökin Dýrfinna sendu út beiðni til Grindvíkinga að fylgjast með ummerkjum eftir gæludýr í formi fótspora umhverfis hús þeirra eða myndefni frá eftirlitsmyndavélum.
Samtökunum hafa borist ábendingar um fótspor og benda forsvarmenn samtakanna á að best væri að fá ljósmyndir af sporunum sem og yfirlitsmynd svo hægt sé að greina dýrategundina sem og göngulag dýrsins. Þá eru fleiri myndir en færri vænlegri til árangur við greiningu.
Þeir sem ku verða varir við ummerki eru beðnir um að koma ábendingum áleiðis til samtakanna.
Dýrfinna eru félagasamtök sem hjálpar týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Samtökin vinna ötult starf í leit týndra gæludýra og koma þeim í hendur eigenda sinna. Auk þess sinna þau fræðslu til að auka réttar skráningar á dýrum í landlæga gagnagrunna.