Mánudagur 30. desember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Biðst afsökunar á ummælum um meðferðir fyrir trans börn: „Vísindi byggð á „fákunnáttu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Hjálmarsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, biðst afsökunar á þeim orðum sem höfð voru eftir honum um meðferðir fyrir trans börn í Stundinni í dag.

Stundin greindi frá tölvupósti sem Björn, sem tók við sem yfirlæknir á BUGL í upphafi mánaðar,  er sagður hafa sent í síðasta mánuði. Þar segir: „Við bíðum í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um þennan viðkvæma hóp. Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu.“

Segir enn fremur í grein Stundarinnar að í póstinum hafi hann í reynd viðurkennt að meðferðarúrræði fyrir trans börn á Íslandi séu ekki gagnreynd vísindi eða réttnefnd læknisfræði. Þau byggi á „fákunnáttu“ og „aktívisma“.

 

Í áréttingu frá Birni á vef Landspítalans segir:

„Í Stundinni í dag er haft eftir mér að ég hafi efasemdir um vísindalegar forsendur þeirra meðferða sem Landspítali veitir transbörnum og ungmennum. Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum. Sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggir á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum.

- Auglýsing -

Teymið er skipað þverfaglegum hópi sérfræðinga sem einsetur sér að veita skjólstæðingum okkar eins góða þjónustu og meðferð og nokkur kostur er á. Reynslan af meðferð transbarna og ungmenna spannar ekki marga áratugi.

Þess vegna er mikilvægt að fylgjast grannt með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum sem og reynslu þeirra sem við viljum bera okkur saman við. Það munum við áfram gera í viðleitni okkar til að þjónusta viðkvæman hóp af þeirri virðingu og fagmennsku sem hann á skilið, í virku samtali við börnin og aðstandendur þeirra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -