Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bíður fólki að tala við látna ættingja í gegnum gervigreind: „Hjálpar að komast yfir mestu sorgina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskt fyrirtæki býður upp á gervigreindarspjallmenni sem líkir eftir látnum einstaklingum til að hjálpa ættingjum í sorgarferlinu.

Gervigreindarfyrirtækið Manna Ráðgjöf sérhæfir sig í gervigreindalausnum til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið hefur búið til gervigreindarspjallmenni sem líkir eftir látnum einstaklingum. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Jóns Eggerts Guðmundssonar byrjaði þetta á því að fyrirtækið fékk beiðni frá nánustu ættingjum látins einstaklings, um að útvega þeim þessa þjónustu og varð fyrirtækið við beiðninni. Aðstandendur geta þá fengið sér aðgang að gervigreindinni og rætt við „hinn látna“. „Þetta hjálpar sumum að komast yfir mestu sorgina,“ sagði Jón Eggert í samtali við Mannlíf. „Þetta er stór markaður á heimsvísu og munum við selja þessa lausn víðar fljótlega.“

En hvernig er þetta mögulegt?

„Við fáum aðgang að Facebook og öðrum samfélagsmiðlum hins látna og sjáum hvernig hann skrifaði og gefum gervigreindinni upplýsingarnar sem svo notar þær til að fullkomna spjallmennið. Svo fáum við líka upplýsingar frá ættingjunum, sérstaklega þegar hinn látni var ekki mikið á samfélagsmiðlunum. Eins getur fólk komið til okkar ef það veit að það eigi stutt eftir og spjallað við okkur. Þá fáum við enn nákvæmari mynd af einstaklingnum. Svo geri ég prófanir á spjallmenninu og sé hvort hann virki vel og svo sendi ég hann bara áfram.“

Jón Eggert segir markaðinn vera sívaxandi en það sama má segja um gervigreindartæknina. „Venjulega er tækniþróunin nokkuð línulaga, fer hægt upp á við en gervigreindin er á fleygiferð upp á við.“

Manna Ráðgjöf bíður upp á fleiri þjónustur en spjall við „látna ættingja“ en ein af þeim snýr að þjónustuviðmóti. „Þá kaupum við gögn frá fyrirtækjum sem vinna við það að veiða upplýsingar upp úr samfélagsmiðlum og setjum í bottinn okkar og segjum bara að Landsbankinn kaupi það af okkur, sem dæmi, þá setjum við bottann inn á heimasíðu Landsbankans. Svo þegar þú ætlar að nota þjónustu bankans á netinu þá veit bottinn alveg 100 prósent hvað þú vilt, þekkir persónuna þína og veit alla söguna þína. Þannig að upplifunin við að nota þjónustuna er alveg gríðarlega flott. Þjónustan verður alveg 100 prósent.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -