Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bíður sig óvænt fram fyrir Samfylkinguna: „Staðreyndin sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu fyrir komandi kosningar. Yfirgefur hann þannig Sjálfstæðisflokkinn að fullu en hann bauð sig fram fyrir flokkinn árið 2014.

Hannes skrifaði færslu á Facebook þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna í komandi alþingiskosningum. Segist hann vita að sumum komi þetta á óvart þar sem hann hafði boðið fram krafta sína undir merkjum Sjálfstæðisflokksins árið 2014 en segist hafa í raun verið landlaus krati: „Það má kannski segja að ég hafi verið landlaus krati í flokki sem ég var á báðum áttum með hvort ég ætti heima í eða ekki.“ Segir hann nokkuð síðan hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og segir ástæðuna vera þá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „þrengst á meðan Samfylkingin hefur breikkað og opnað faðminn.“

Hér má lesa tilkynningu Hannesar í heild sinni:

„Kæru vinir nær og fjær!

Eftir allmargar áskoranir undanfarið ár hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir Samfylkinguna. Ég gef kost á mér á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 30. nóvember næstkomandi og sækist ég eftir því að vera í öðru af tveimur efstu sætum listans.

Ég veit að sumum kemur á óvart að ég sem einu sinni studdi Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í starfi hans styðji nú Samfylkinguna og bjóði fram krafta mína núna fyrir þann flokk. Það má kannski segja að ég hafi verið landlaus krati í flokki sem ég var á báðum áttum með hvort ég ætti heima í eða ekki. Núna er nokkuð síðan að ég sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Og staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengst á meðan Samfylkingin hefur breikkað og opnað faðminn.

- Auglýsing -

Með nýrri forystu Samfylkingar hefur flokkurinn hrist upp í pólitíkinni og fært jafnaðarflokkinn aftur nær fólkinu í landinu. Ég tel að við sem þjóð þurfum á traustri forystu að halda á þessum tímum sem við lifum. Samfylkingin býður upp á opinská stjórnmál og nýtt upphaf fyrir Ísland.

Ég hef mikla trú á samfélagi okkar og íslenskri þjóð en einnig er mikið sem þarf að laga og bæta. Ég tel að með reynslu minni úr körfuboltanum og íþróttahreyfingunni, þar sem mismunandi skoðanir eru leiddar til lykta með samtali, samvinnu og samstarfi, þá geti ég komið með ferska vinda inn á Alþingi Íslendinga. Stjórnmálafólk þarf að vinna saman og miðla málum til að taka ákvarðanir og velja bestu leiðina áfram fyrir land og þjóð.

Mín helstu áherslumál eru eftirfarandi:

- Auglýsing -
  • að vera fulltrúi fólkins – ég lít á þingmennskuna sem þjónustuhlutverk við almenning og alla íbúa Norðvesturkjördæmis,
  • íþróttir og æskulýðsmál,
  • málefni unga fólkins okkar í dag á víðum grunni,
  • heilbrigðismál – ekki síst jafnt aðgengi óháð búsetu,
  • samgöngumál
  • og að vera traustur fulltrúi Norðvesturkjördæmis, eiga virkt samtal við fólkið í kjördæminu og finna leið til að geta verið í sem mestum samskiptum við sem flesta á svæðinu á hverju tíma.

Ég er stoltur af því að búa í landi þar sem við fáum að skiptast á skoðunum og kjósa þann flokk og einstaklinga sem við teljum best til þess fallna á hverjum tíma að leiða þjóðina áfram.

Við Samfylkingarfólk stefnum á að ná inn tveim þingmönnum að lágmarki hér í Norðvesturkjördæmi og þurfum því á stuðningi þínum að halda til að breytingar verði á stjórn landsins.

Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og nánasta vinahring fyrir ráðgjöf, spjall og pælingar undanfarna mánuði varðandi þessi næstu skref hjá mér á pólitíska sviðinu.

Ég er til þjónustu reiðbúinn fyrir Ísland, fólkið í landinu og hlakka til að vinna að hagsmunum okkar íbúa Norðvesturkjördæmi.

Með kærri kveðju

Hannes S.Jónsson“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -