- Auglýsing -
Lögregla og sjúkrabifreiðar voru kallaðar út um klukkan þrjú í nótt eftir að bifreið rann út af veginum við Hvaleyrarvatn. Fljúgandi hálka var um allt höfuðborgarsvæðið í gær og fólk hvatt til þess að fara varlega.
Tveir einstaklingar voru í bifreiðinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svö stöddu.