Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið, sem stödd var 203 í Kópavogi. Grunur er um að íkveikju sé að ræða. Ekki er vitað hver skemmdarvargurinn ku vera, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Tilkynning barst um umferðarslys í Garðabæ. Í öðru þeirra voru þrír fluttir á slysadeild til aðhlynningar og frekari skoðunar eftir minniháttar slys.
Víða um borgina bárust beiðnir um aðstoð lögreglu í kjölfar umferðaóhappa. Voru þau þrjú talsins; Í Breiðholti, Grafarvogi og í Garðabæ. Í því síðast nefnda þurfti Krókur að fjarlægja bifreiðina af vettvangi. Engin slys urðu á fólki.
Minniháttar líkamsárás og þjófnaður var framinn af einum í miðbæ Reykjavík. Ekki er vitað um gerandann.
Skemmdarverk voru unnin á Seltjarnarnesi og er gerandinn ókunnur.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Einn var stöðvaður í hverfi 105 í Reykjavík og hinn í Hafnarfirði.