Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Bíll fór í sjóinn í Neskaupstað: „Hún fór aftur út eins og hún væri að reyna að ná í eitthvað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bíll fór sjóinn í Neskaupstað í hádeginu og að sögn íbúa þar er mikill viðbúnaður lögreglu við ströndina. Ekki náðist í lögregluna í Neskaupstað.

Íbúi sem varð vitni af atvikinu segir sjúkrabíl og lögreglu á svæðinu. „Það var maður sem kom úr bílnum og kona eða unglingur. Hún fór aftur í bílin eins og hún væri að reyna að ná í eitthvað. Kom svo út úr bílnum, því hann var að sökkva alveg, og hné niður í fjörunni,“ lýsir sjónarvottur.

RÚV greinir frá því að erlend kona hafi sloppið með skrekkinn í morgun þegar hún ók fram af grjótgarði í Neskaupstað. Konan virðist hafa ætlað að skilja bílinn, sem var bílaleigubíl, eftir á stæði fyrir slíka bíla. Líkt og fyrr segir komst hún í land en reyndi að sækja draslið sitt í bílinn. Bíll sökk þó og komst konan naumlega út úr bílnum. Konan var flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -