Íslensk kona varð fyrir bíl á ítölsku eyjunni Sikiley í gær samkvæmt ítölskum fjölmiðlum en DV greindi fyrst frá þessu á Íslandi.
Konan sem er 22 ára gömul var að labba yfir götu á austurströnd eyjunnar þegar bíll keyrði á hana en hún var í kjölfarið flutt á sjúkrahús í nágrenninu og sagt er að ástand hennar sé alvarlegt. Lögreglan er sögð vera rannsaka málið.
Einn fjölmiðillinn sagði þó að konan væri írsk en flestir miðlar á Ítalíu segja hana var íslenskan Erasmus skiptinema en slysið var skammt frá háskóla. Í samtali við DV sagði Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, hefur málið ekki komið á borð Borgaraþjónustunnar.
Uppfært: Samkvæmt heimildum Mbl.is er stúlkan írsk.