Í dagbók lögreglu er sagt frá að alls 47 mál hafi verið bókuð í nótt en lítið er um smáatriði í lýsingum lögreglu.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og voru þeir fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Þá var einn sömu hugleiðingum nema hann var ekki með ökuréttindi þegar málið var skoðað betur. Annar braut af sér á sama hátt nema ökuréttindi hans voru ekki í gildi lengur.
Þá var tilkynnt um minni háttar umferðaróhapp og sagt frá því að lögreglan hafi sinnt almennu eftirliti. Meira var ekki sagt.