- Auglýsing -
Betur fór en á horfðist þegar bílslys átti sér stað á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar fyrr í dag. Tveir bílar skullu saman og endaði annar bílinn á hvolfi. Að sögn vitna var mikill viðbúnaður á svæðinu og leit slysið alvarlega út en ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild.
Vitni á staðnum segja að ljóst sé að bíllinn sem lenti á hvolfi sé óökuhæfur eftir slysið.
Vísir greindi fyrst frá.