Bílslys varð nú um klukkan 13:00 á Álfhólsvegi í Kópavogi. Lögreglan og sjúkrabílar eru á staðnum.
Vitni sem hafði samband við Mannlíf sagði að rétt fyrir 13 í dag hafi bílslys orðið á Álfhólsvegi í Kópavogi. Svo virðist sem bifreið hafi oltið þegar ökumaðurinn reyndi að taka fram úr annarri bifreið en þess ber að geta að hámarkshraðinn á veginum er 30 km/klst en slysið gerðist nálægt Álfhólsskóla. Samkvæmt vitninu var vatnsslöngu beitt við að slökkva eld í bílnum.
Lögreglan gat ekkert tjáð sig um málið að svo stöddu en fréttin verður uppfærð.