Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Birgi ofbýður aðför Morgunblaðsins gegn Ingu: „Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks,“ skrifar Birgir Dýrfjörð, fyrrverandi varaþingmaður Alþýðuflokksins,  í aðsendri grein á Vísi þar sem hann grípur til varna fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins í styrkjamálinu.

Morgunblaðið hefur farið mikinn í málinu og gefið til kynna að Flokki fólksins sé skylt að endurgreiða þær 240 milljónir sem hann fékk í ríkisstyrki þrátt fyrir að vera ekki formlega skráður sem stjórnmálasamtök.

„Skatturinn leiðbeindi Ingu“

Baldvin Örn Ólason.
Mynd: Pósturinn.

Blaðið er með uppslátt í málinu þar sem fullyrt er að Skatturinn hafi leiðbeint Ingu varðandi skráningu flokksins en því hafi ekki verið sinnt. Fyrirsögnin er Skatturinn leiðbeindi Ingu. Þar segir að Flokk­ur fólks­ins hafi sendt Skatt­in­um til­kynn­ingu um breytta skrán­ingu sem stjórn­mála­sam­tök í lok janú­ar 2024, ein­mitt þegar verið var að greiða út rík­is­styrki til stjórn­mála­flokka. Til­kynn­ing­unni var hins veg­ar veru­lega ábóta­vant, svo Skatt­ur­inn gerði at­huga­semd­ir við hana og leiðbeindi flokkn­um um úr­bæt­ur. Flokkurinn hafi enn ekki brugðist við því. „Bald­vin Örn Ólason, verk­efna­stjóri hjá flokkn­um og son­ur Ingu Sæ­land, for­manns hans, átti í bréfa­skrift­um við Skatt­inn vegna þessa og sagði að úr þessu yrði bætt eft­ir breyt­ing­ar á flokks­samþykkt­um á lands­fundi, sem hald­inn yrði „bráðlega“. Hann hef­ur enn ekki verið hald­inn og ekki hef­ur verið gerð önn­ur til­raun til þess að breyta skrán­ing­unni,“ segir í Morgunblaðinu.

Uppsláttur Morgunblaðsins í dag. Myndaval blaðsins af Ingu er athyglisvert.

Svik Sjálfstæðisflokksins

Birgir rifjar upp í grein sinni í Vísi að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða 165 milljónir sem flokkurinn þáði ólöglega af athafnamönnum.

Birgir Dýrfjörð.

„Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, – og sér þær ekki meir,“ skrifar Birgir.

Hann segir að „glæpur Flokks fólksins“ eigi að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur og rifjar upp lög um starfsemi stjórnmálasamtaka og kemst að því að svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins beri öll einkenni þess að vera í „algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi“.

„Ráðherra getur ekki afsakað sig“

- Auglýsing -

Birgir segir að ef sé að ræða refsivert athæfi þá beri aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-og fjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Hann bendir á að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins beri ábyrgð á málinu.

„Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana,“ skrifar Birgir.

Í lok greinarinnar, Er Inga Sæland þjófur?, tekur Birgir fram að hann sé ekki félagi í Flokki fólksins.

- Auglýsing -

Grein Birgis í Vísi í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -