Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Birgi var slaufað og hann rekinn frá Foldaskóla vegna ásakana: Reyndi að fyrirfara sér EINKAVIÐTAL

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Sævarsson, kennari og tónlistarmaður, hefur undanfarin þrjú ár verið í nauðvörn vegna ásakana um að hafa brotið gegn þremur konum. Honum var sagt upp störfum í Foldaskóla í framhaldi af ásökunum og fékk ekki lengur vinnu sem tónlistarmaður. Honum var slaufað. Í haust var hann sýknaður fyrir Landsrétti. Áður hafði tveimur málum verið vísað frá. Birgir segir sögu sína í fyrsta sinn í viðtali við Reyni Traustason í hlaðvarpi Mannlífs. Hann reyndi í tvígang að taka líf sitt.

„Ég var búinn að ákveða það að ég ætlaði að hoppa fram af svölunum heima hjá mér. Ég bjó uppi á sjöttu hæð. En ég fékk mér viskí í rólegheitunum en hef nú ekki verið mikill drykkjumaður þó mér finnist alveg gaman að fá mér í glas en ekki í svona tilgangi. Ég sendi skilaboð á mína fyrrverandi og sagði henni eitthvað dramatískt, passa krakkana og eitthvað. Ég ætlaði að gera þetta. Hún hringdi á sjúkrabíl og sjúkraflutningsmenn komu upp í íbúðina mína og reyna eitthvað að ræða við mig. Allt í einu var kippt í mig …,“ segir hann í viðtalinu.

Hrikaleg saga Birgis mun birtast í heild sinni á tv.mannlif.is klukkan 20 í kvöld.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -