Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Birgir látinn fara frá Play: „Einkar ánægjulegt samstarf”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Fly Play hf. og Birgir Jónsson, forstjóri Play, hafa gert samkomulag um að Birgir láti af störfum og að Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnformaður félagsins, taki við starfi hans en Play greinir frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Birgir lætur af störfum 2. apríl næstkomandi. Fólk í viðskiptalífinu telur að ímynd Play og hávært tal um að fyrirtækið fari senn á hausinn spili stóran þátt í forstjóraskiptunum. Birgir hafi ekki náð að koma félaginu á þann stað sem vænst var til. Einar Örn Ólafsson kemur inn sem reynslumikill forstjóri en hann stýrði meðal annars Skeljungi á árum áður.

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá borði. PLAY hefur nú slitið barnsskónum og er orðið þroskað flugfélag. Ég hef átt gott og náið samband við Einar og félagið er í góðum höndum hjá honum. Ég hlakka til að sjá félagið blómstra undir hans forystu. Ég vil þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir einkar ánægjulegt samstarf. Ég mun svo kveðja stórkostlegan hóp starfsmanna á næstu dögum,“ sagði Birgir um málið í tilkynningu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -