Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Birgitta Haukdal hannar bangsa handa börnunum: „Þannig að krakkarnir geti átt sinn eigin Ljónsa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er engin önnur en söngkonan ljúfa frá Húsavík, Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir en hún er 43 ára í dag.

Á Glatkistunni stendur að Birgitta hafi gerst söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur komið að margs konar tónlistarverkefnum og hefur auk þess gefið út þrjár sólóplötur. Birgitta hefur jafnframt vakið athygli fyrir barnabækur sínar um Láru.

Mannlíf heyrði í Birgittu og spurði hana hvort og þá hvernig hún myndi halda upp á daginn.

„Afmælisdagurinn fór nú bara allur í vinnu en mín gæti nú beðið einhver nice afmæliskvöldverður þegar ég kem heim, með fólkinu mínu. En annars verður þetta bara mikil rólegheit og lítið partýstand.“

En hvað er afmælisbarnið með á prjónunum á næstunni?

„Það er nú ýmislegt. Við erum á fullu að undirbúa Þjóðhátíð en ég ætla að koma fram þar á sunnudagskvöldið. Ég var á Borgarfirði eystri um síðustu helgi, á Bræðslunni og það var alveg klikkað, alveg hrikalega skemmtilegt. Ég hafði aldrei komið þangað áður og mig langar ótrúlega að fara þangað aftur á þessa hátíð, bara í útilegu,“ svaraði Birgitta hress. En það er fleira sem hún er með á prjónunum en tónlistarhátíðir.

- Auglýsing -

„Ég kem vonandi með tvær Lárubækur í haust og svo er ég með jólatónlistarbók sem seldist upp í fyrra og við ætlum að reyna að koma henni aftur í gang. Svo hef ég verið að vinna við að búa til Ljónsa bangsa úr Láru bókunum, þannig að krakkarnir geti átt sinn eigin Ljónsa. Ég hef nefnilega oft verið spurð að því hvort hægt sé að kaupa Ljónsa þannig að ég ákvað að fara í þetta ferli, hef verið núna í nokkra mánuði að hanna hann og búa til,“ sagði Birgitta og bætti við að hún vonaðist til að hann kæmi úr framleiðslu fyrir jól.

Mannlíf óskar Birgittu innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -