Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.1 C
Reykjavik

Birgitta óendanlega þakklát: „Loksins, friðurinn fundinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987.

Börnum Jóns hefur verið kynnt þessi niðurstaða og munu þau fá  jarðneskar leyfar föður síns á allra næstu dögum.

Jón átti tvö börn, Birgittu sem fædd er árið 1967 og Jón Tryggva sem fæddur er árið 1972.
Birgitta er fyrrum þingmaður Pírata í Reykjavík og hefur tjáð sig um föðurmissinn, meðal annars í fyrirlestri sem hún hélt á Ted Talk árið 2015

Birgitta hefur nú birt færslu á Facebook þar sem hún tjáir sig um málið.

„Elsku kæri pabbi minn: loksins, friðurinn fundin,“ skrifar hún meðal annars.

Hún segir systkinin vera óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands fyrir að fylgja málinu eftir alla leið. „Svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Jón hvarf á aðfangadag 1987: Kennsl borin á höfuðkúpu með DNA rannsókn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -