Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata birti átakanlegt myndband frá Gaza og segir alla stjórnmálamenn á Íslandi samseka á alþjóðavettvangi.
Myndbandið sem Lenya Rún birti á X, sýnir björgunarsveitarmann á Gaza brotna algjörlega niður eftir að hafa bjargað barni sem hafði grafist undir rústum í einni af hrottafengnum árásum Ísraelshers á Gaza, í fyrradag.
Eftirfarandi færslu skrifaði hún við myndbandið:
„Á alþjóðavettvangi eru allir í íslenskum stjórnmálum, hvort sem þau eru í stjórnarandstöðu eða meirihluta, samsek grátlegri hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé. Heimurinn er ekkert að pæla í íslenskri flokkspólitík, afstaða okkar á alþjóðlegum vettvangi skiptir máli.“
Myndbandið má sjá hér:
A hero from the civil defence team breaks down into tears after rescuing a child from under the rubble 😭 pic.twitter.com/grM5mDQ3Rh
— ☝🏼 (@yamarhaba_) October 28, 2023