Steinunn Árnadóttir, hestakona, organisti og baráttukona gegn dýraníði, bætti við nýjum ljósmyndum sem hún kallar „dauðastríð lambanna í Hryllingnum á „höfða“.“
Myndirnar tók hún af kindum og lömbum í eigu bændanna á Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði en fullyrt hefur verið að féð sé alls um 1200 talsins en að fjárhúsið hýsi einungis um 300 kindur.
Sjá einnig: Segja MAST ekkert gera vegna illrar meðferðar á kindum: „Þetta er bara aðför að okkur“
Í frétt sem Mannlíf birti á dögunum er rætt við Þórunni Bergþórsdóttur, eins af ábúendum á bænum en hún sagði ásakanirnar á hendur þeim vera aðför frá „bilaðri konu“ og að Matvælastofnun sé búið að fara yfir málin og komist að því að það sé „allt í fínu lagi“. Það virðist rétt hjá þeim en MAST svaraði spurningum Mannlífs um ástandið á Höfða þannig að þau gætu ekki tjáð sig um einstaka mál en að þau stígi ætið inn í mál ef sýnt þyki að illa sé farið með dýr. Miðað við það að bændurnir á Höfða eru enn með búfjár í sinni eign, virðist sem eftirlitsmaður MAST á svæðinu hafi gefið grænt ljós á búskapinn.
Sjá einnig: Matvælastofnun: „Við klárlega stígum inn í öll mál þar sem velferð dýra sé ógnað“
Hér má lesa færslu Steinunnar og sjá ljósmyndir hennar:
„Alls ekki fyrir viðkvæma: