Steinunn Árnadóttir tók ljósmyndir í gær af ástandi kindanna í Þverárhlíð í Borgarfirði og birti á Facebook.
Orgelleikarinn og dýraverndarsinninn Steinunn Árnadóttir heldur áfram að minna á skelfilegt ástand kinda frá bænum Höfða í Þverárhlíð en þær hafa margar hverjar verið afskiptalausar úti í kuldanum. Steinunn hefur með reglulegum hætti birt ljósmyndir af kindunum sem sumar hafa marglaga ull og lömb sem fæðast úti og fleira frá Þverárhlíð.
„Framhald úr Hryllingssögu minni: vorið 2024
Kindurnar í Hryllingssögunni eru farnar að bera (eiga lömbin) úti í kuldahelvítinu.“ Þannig byrjar nýjasta færsla Steinunnar. Því næst lýsir hún hinni nöturlegu sýn sem beið hennar:
Móðurlaust lamb jarmaði í kuldanum eftir hjálp. Ósennilegt að það lifi af nóttina!“
Að lokum skýtur hún á Matvælastofnun:
Myndir sem fylgja eru teknar í dag 7.apríl“