Hryllingurinn í Þverárhlíð heldur áfram.
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona tók ljósmyndir í gær af illa förnum kindum af bænum Höfða í Borgarnesi en þær ganga lausar í Þverárhlíð þar sem þær hafa meðal annars borið lömb, með hrafna svífandi yfir höfðinu á þeim. Eins og sjá má á myndum eru sumar þeirra komnar með einhvers konar sýkingar en yfirlæknir hjá Mast hefur sagt ástandið ýkt af Steinunni og öðrum sem tjáð sig hafa um málið.
Eftirfarandi færslu birti Steinunn með ljósmyndunum:
„Framhaldssagan úr Hryllingnum:
Myndir teknar 6. júní í Þverárhlíð.“