Steinunn Árnadóttir hefur birt tvær nýjar færslur á Facebook varðandi „Hryllingnum á Höfða“ í Borgarfirði. Ljósmyndirnar sem fylgja færslunum eru sláandi.
Sjá einnig: Birtir nýjar ljósmyndir frá Höfða: „Dauðastríð lambanna varir lengur en í fjórar klukkustundir“
Organistinn, hestakonan og nýkrýndur dýraverndari ársins 2022, Steinunn Árnadóttir heldur áfram að berjast fyrir sauðfénu frá Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Á laugardaginn skrifaði hún eftirfarandi færslu og birti ljósmynd af hrúti sem misst hafði ull sína eftir áfall. Segir hún bændurnar á Höfða þiggja milljónir frá ríkinu fyrir að stunda dýraníð.
„Framhald á Hryllingnum á höfða
Hann verður síðan tilsagður til Borgarbyggðar og væntanlega fer starfsmaður Borgarbyggðar rúnt á trukknum sínum með kerru og færir eiganda þennan vesaling. Það eru sem sé vinnubrögðin í Borgarbyggð um þessar mundir.“
Í færslu sem Steinunn birti í gær er sláandi ljósmynd af hundi með hálf étið lamb í skoltinum.
„Vesalings heimilishundurinn í framhaldssögu minni ,,Hryllingurinn á höfða”:
Hann er líka svangur …“