Undanfarna mánuði hefur umræða um trans fólk aukist til muna Íslandi og upplifir það umræðuna sem mjög neikvæða og jafnvel hatursfulla í einhverjum tilfellum.
Í þættinum Segðu Mér segir Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, frá sinni upplifun en hún er móður trans barns og verður að eigin sögn fyrir miklu áreiti og aðkasti frá internettröllum þegar hún tjáir sig um málefni trans fólks.
„Umræðan um trans fólk á Íslandi er eins og umræðan um samkynhneigða var fyrir meira en 40 árum,“ sagði Guðrún. „Sumar athugasemdirnar eru svo svakalegar að það er eiginlega ekki hægt að láta bjóða sér þær. Mér þykir eiginlega verst þegar fólk ber fyrir sig kristna trú í þessum athugasemdum vegna þess að ekkert gæti verið fjarri kristinni trú en að útiloka einhverja hópa samfélagsins. Jesú sagði ekkert um hinsegin fólk og sá guð sem Jesús frá Nasaret birtir okkur er kærleiksríkur og útilokar enga manneskju frá þeim kærleika.“
Sögð barnaníðingar
Þá er greint frá því að í Þjóðarpúlsi Gallups að fleiri segjast nú en áður telja að samfélagið hafi gengið oft langt í að samþykkja þau sem eru trans.
Mannlíf greindi frá því fyrir stuttu að Samtökin 78 hafi frá árinu 2023 kært fimm einstaklinga til lögreglu fyrir ummæli sem höfð voru uppi um hinsegin fólk.
„Við erum félag hinsegin fólks á Íslandi og við látum reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Þegar fólk kallar okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrða að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi þá tökum við það alvarlega. Það eru lygar og málflutningur sem vegur að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus,“ sagði Kári Garðarsson í svari til Mannlífs um málið.