Kosið verður aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests í Grafarvogi, og Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests í Lindakirkju en enginn fékk meirihluta atkvæða í biskupskjörinu í dag.
RÚV segir frá því að Guðrún Karls Helgudóttir hafi fengið flest atkvæði í biskupskjörinu í dag, 839 prósent atkvæði eða um 46 prósent. Guðmundur hlaut um 28 prósent atkvæða eða 513 en Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna fékk 465 atkvæði eða um 25 prósent. Vekja niðurstöður kosninganna nokkra athygli því búist var fyrirfram að mjórra yrði á munum milli frambjóðenda.
Kjörsóknin var tæplega 80 prósent en á kjörskrá voru 2.286 manns. Gert er ráð fyrir að önnur umferð fari fram 2. til 7. maí.