Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Biskupsstofa sýknuð af kröfum Magnhildar: „Kunningjum mínum í prestastétt er mjög brugðið.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Biskupsstofa var sýknuð af kröfum Magnhildar Sigurbjörnsdóttur, fyrrum starfsmanns Biskupsstofu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Magnhildur stefndi Biskupsstofu vegna ólögmætrar uppsagnar og hljóðaði krafan upp á rúmlega 70 milljónir króna auk dráttarvaxta. Einnig var einnar milljónar krafist í miskabætur.

Magnhildur hafði starfað hjá Þjóðkirkjunni frá árinu 1998. Hún sagði uppsögn sína hafa verið fyrirvaralausa og gerða á fimm mínútna Zoom-fundi.

Samkvæmt Biskupsstofu var uppsögnin vegna hagræðingar í fjármálum og niðurskurðar, meðal annars með fækkun starfa. Í uppsagnarbréfinu sem Magnhildur fékk í hendurnar var ástæðan sögð skipulagsbreytingar. Uppsagnarfresturinn var fimm mánuðir og ekki var óskað eftir vinnuframlagi Magnhildar á því tímabili.

Mannauðsstjóri sagði Agnesi M. Sigurðardóttur biskup hafa átt lokaorðið um uppsagnir.

Magnhildur og lögmaður hennar, Lára V. Júlíusdóttir, töldu þær ástæður sem gefnar voru upp fyrir uppsögninni ekki standast skoðun. Ástæðan fyrir miskabótakröfunni var það verulega ófjárhagslega tjón sem vinnuveitandinn, Biskupsstofa, var sögð hafa valdið Magnhildi af ásetningi. Þær aðgerðir voru sagðar hafa valdið henni álitshnekkjum.

- Auglýsing -

Prestur, sem vill ekki láta nafns síns getið, hafði samband við Mannlíf eftir að hafa heyrt af dómnum.

„Agnes hefur nú fengið staðfestingu héraðsdóms á að hún getur farið með fólk alveg eins og henni sýnist. Á kostnað skattgreiðenda. Þetta er dapurlegt. Kunningjum mínum í prestastétt er mjög brugðið,“ segir presturinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -