Atli Þór Fanndal furðar sig á spurningu fréttakonu RÚV, sem hún bar upp í viðtali við formann VR.
Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparency International, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann furðar sig á spurningu fréttakonu RÚV í sjónvarpsfréttum. Fréttakonan tók viðtal við formann VR og spurði hvort eðlilegt væri að nota fé VR í að skapa ódýrt húsnæði fyrir launafólk.
„Fréttakona Rúv spurði formann VR rétt í þessu hvort eðlilegt væri að nota fé VR í að skapa ódýrt og gott húsnæði fyrir launafólk. Fréttin fjallaði um fyrstu afhendingu íbúða á vegum Blær leigufélags.“ Þannig hefst færslan en í næstu orðum segir Atli Þór frá næstu orðum formanns VR:
„Í sömu frétt sagði formaður VR þetta samsvara launahækkun um allt að 200 þúsund fyrir suma og nýr leigjandi segir leiguna 100 þúsund lægri fyrir sig á mánuði. Sem sagt er eðlilegt að stéttarfélag geri hluti sem bæti kjör launafólks var það sem fréttastofa var að spá….“
Að lokum lýkir Atli Þór spurningu fréttakonunnar við það að spyrja lækna hvort rétt sé að sóa pening í lækningar:
„Viðskiptablaðið er víða. Menningarbylting nýfrjálshyggjunnar algjörlega búin að sigra? Það er ólýsanleg húsnæðiskrísa á Íslandi þetta er eins og að spyrja lækna hvort rétt sé að sóa fé í lækningar.“