Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bjargvættur á þyrlu skammaður: „Flugmaðurinn kom út alblóðugur í framan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Rétt í því kemur flugmaðurinn út alblóðugur í framan,“ sagði Vilbergur Óskarsson sigmaður um eina af mörgum björgunum sem hann tók þátt í er hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni, í hlaðvarpsþætti Reynis Traustasonar, Sjóarinn.

Þá var verið að ferjufljúga lítilli flugvél frá Ameríku. Hún kemur að landinu við Snæfellsnes. Þegar vélin var farin að nálgast Snæfellsnesið sendir hún frá sér neyðarkall. Vélin var þá búin að missa annann mótorinn en þetta var tveggja hreyfla vél.

„Hann vildi ekki lenda á Rifi því að hann var á leiðinni til Reykjavíkur,“ sagði Vilbergur.

„Svo þegar við erum komnir í miðjan flóann þá gefur hinn mótorinn sig. Þá erum við komnir til móts við hann. Við vorum eiginlega samsíða honum og horfðum á hann. Ég tók seríu af myndum þar sem hann lendir í sjónum.“

Þegar vélin skall í sjóinn opnaðist hurðin fyrir aftan væng upp á gátt og varð stíf upp við vélina. Að sögn Vilbergs tók hann ekkert eftir því fyrr en hann fór að skoða myndirnar eftir atvikið.

Þeir tóku einn hring á þyrlunni á meðan Vilbergur gerir sig kláran til björgunar. Fara þeir beint í það að láta Vilberg síga niður úr þyrlunni niður á væng flugvélarinnar og lendir hann þar þurr á fótum.

- Auglýsing -

Flugmaðurinn hafði fengið högg í andlitið við brotlendingu.

Vilbergur nær að setja á hann björgunarlykkjuna en þá biður flugmaðurinn Vilberg um að sækja farangurinn hans.

Vilbergur segir í viðtalinu „Ég var nú ekki alveg tilbúinn í það.“

- Auglýsing -

Þegar þeir hífa báðir upp þá er Vilbergur kominn með sjó upp að kálfa, þannig vélin var á leiðinni niður.

„Hann var í blankskóm og á skyrtunni og átti engann séns hefði hann farið í sjóinn.“

Flugmaðurinn hringir í Vilberg nokkrum dögum síðar og þakkar fyrir lífsbjörgina. Hann var þó harður á því að Vilbergur hefði alveg getað náð í farangurinn hans.

Viðtalið í heild sinni er að finna hér.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -