Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.1 C
Reykjavik

Bjargvættur Play er Elías Skúli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates, verður aðaleigandi Play-flugfélagsins eftir að brúarlánum hans til félagsins verður breytt í hlutafé. Samkvæmt heimildum Mannlífs munu fyrrum aðaleigendur félagsins halda áfram störfum sínum að undanskildum Boga Guðmundssyni, yfirmanni lögfræðisviðs félagsins.

Play stefnir á að hefja flug 1. október og hefur flugfélagið kynnt áætlun sína fyrir helstu samstarfsaðilum og bakhjörlum. Flugrekstarleyfið liggur klárt hjá Samgöngustofu. Það er hins vegar talvert kostnaðarsamt að reka flugfélag án tekna, líkt og Play hefur gert síðan síðastliðið haust. Félagið átti í erfiðleikum með að greiða laun þar til bjargvættur kom inn í félagið og situr nú í stjórn þess. Sá bjargvættur er Elías Skúli sem verið hefur í lykilhlutverki við að veita Play brúarfjármögnun sem nú hefur skilað honum í hlutverk meirihlutaeiganda.

Ýtt til hliðar

Fjármögnun Play til að hefja leik í haust er í höfn, líkt og Mannlíf sagði fyrst frá, og unnið hörðum höndum nú að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Til þess vantar ekki mikð upp á og yrði þá vöxtur flugfélagsins tryggður til framtíðar. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur félagið nú þegar gert áhafnarsamninga sem gilda út árið 2023.

Eigendur og stofnendur Play flugfélagsins voru fjórir. Arnar Már Magnússon forstjóri, Sveinn Ingi Steinþórsson fjármálastjóri, Þóroddur Ari Þóroddsson meðeigandi og Bogi, yfirmaður lögfræðisviðs. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru líkur á að sá síðastnefndi sé sá eini sem hættir núna hjá félaginu en aðrir halda stöðum sínum.

Arnar Már staðfestir breytingarnar í eigendahópnum og leggur á það áherslu að fyrri eigendur séu ekki á útleið. „Hann er í eigendahópnum, það er svoleiðis og er ekkert leyndarmál. Að öðru leyti eru engar breytingar hjá félaginu,“ segir Arnar Már.

- Auglýsing -

Mikill happafengur

Elías Skúli, oftast kallaður Skúli, hefur fjármagnað rekstur Play á þessu ári sem nemur á bilinu 40-50 milljónir króna á mánuði með 40 starfsmenn sem vinna að því að komast í háloftin í haust. Staða hans hjá félaginu er því orðin sterk og við breytingu lána í hlutafé þynnast fyrri eigendur út. Heimildir Mannlífs herma að Elías Skúli hafi verið eini fjárfestirinn sem veitt hafi fjármagn inn í félagið á árinu og aðkoma hans, að því er virðist, mikill happafengur fyrir félagið. Með brúarlánum sínum undanfarna mánuði hefur Elías Skúli styrkt mjög stöðu sína hjá flugfélaginu og ljóst að hann ætlar sér stóra hluti í flugheiminum í gegnum Play. Það er ekki í fyrsta sinn sem Skúlar ætlar sér slíkt.

Við vinnslu fréttarinnar var reynt að ná á Elías Skúla en án árangurs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -