Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Bjarkarhlíð fær aukinn styrk vegna fórnarlamba vistheimila eins og Hjalteyrar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hafa einstaklingar, sem orðið hafa fyrir eða upplifað ofbeldi á visteimilinu á Hjalteyri, stigið fram í fjölmiðlum og sagt sögu sína. Í kjölfarið hafi fleiri einstaklingar greint frá ofbeldi á öðrum vistheimilum.

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, fær aukinn styrk til að veita einstaklingum ráðgjöf sem upplifað hafa eða orðið fyrir ofbeldi. Sérstaklega er horft til einstaklinga sem dvalið hafa á vistheimilum.

Oft taki ár eða áratugi að vinna úr áföllum í tengslum við ofbeldi í barnæsku og með því að styrkja Bjarkarhlíð verði unnt að bjóða einstaklingum sem hafa lent í slíkum aðstæðum upp á viðtöl og meðferð.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir að með þessu séu send skýr skilaboð til einstaklinga sem hafi slíka reynslu af dvöl á vistheimili.

Börn vistuð á vegum Reykjavíkurborgar

„Börn eiga aldrei að verða fyrir ofbeldi og það er hræðilegt að heyra af því ofbeldi sem fólk hefur lýst að það hafi orðið fyrir á vistheimilum. Með þessu skrefi viljum við senda skýr skilaboð til þeirra sem vistuð voru sem börn á vegum Reykjavíkurborgar um að hafi þau orðið fyrir ofbeldi þá standi þeim til boða stuðningur í Bjarkarhlíð. Það er ekki hægt að breyta fortíðinni en við getum sannarlega staðið saman um það núna að taka afsöðu gegn hverskyns ofbeldi og að trúa og styðja þau sem fyrir því hafa orðið.“

Þetta var ákveðið á velferðarráðs í dag. Afgangsfjárhæð styrkjapotts velferðarráðs, sem er undir styrkjapotti borgarsjóðs árið 2021, verður öll sett í þetta verkefni, eða 7,5 milljónir króna. Allir einstaklingar sem dvalið hafa á vistheimilum geta nýtt sér ráðgjöfina, hvort sem viðkomandi vistheimili voru rekin af ríkinu, Reykjavíkurborg eða einkaaðilum.

- Auglýsing -

Í greinargerð með tillögunni segir að við úthlutun velferðarráðs úr styrkjapotti borgarsjóðs 3. febrúar síðastliðinn hafi verið ákveðið að halda eftir fjárhæð sem nam 5% af styrkjapottinum, til að bregðast við umsóknum utan auglýsts umsóknartímabils sem vörðuðu atburði eða verkefni sem ekki væri hægt að sjá fyrir.

Tekið er fram í tillögunni að með þessu verkefni sé á engan hátt dregið úr mikilvægi þess að fram fari sérstök rannsókn á starfsemi slíkra heimila en verkefnið geti þó verið mikilvægt skref fyrir þolendur ofbeldisins.

Hægt er að sjá fréttina í heild sinni inn á vef Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -