Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bjarkey vill breyta lögum um sjávarútveginn – Innviðaleið í stað almenns byggðarkvóta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælaráðherra Íslands, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vill breyta lögum um sjávarútveginn.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, muni leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum er varða sjávarútveginn. Byggja breytingarnar meðal annars á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar lögðu fram í nóvember í fyrra í svokallaðri samráðsgátt stjórnvalda. Auk þess er fyrirhugað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög að þeirri stefnu hafa aukreitis verið lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Í haust verða áformaðar breytingar kynntar í samráðsgátt en breytingarnar snúa meðal annars að ákvæðum er snerta gagnsæi og tengdra aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóð sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Einnig hefur innviðahópur sem skipaður var af matvælaráðherra í apríl á þessu ári, unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðarkvóta. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum í þessum mánuði.

Þá verður áfram unnið með tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og þær hafðar til hliðsjónar við frekari stefnumörkun og breytingar í sjávarútveginum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -