Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Bjarni Ben sakaður um hræsni og rasisma: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson varð fyrir harðri gagnrýni á X-inu vegna hræsni sem hann sýndi í kjölfar árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

Utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson vakti reiði margra á samfélagsmiðlinum X er hann skrifaði færslu vegna árásar Rússlandshers á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun.

„Skelfingu lostinn yfir stórfelldri árás Rússa á borgaraleg skotmörk í Úkraínu í morgun. Rússland heldur áfram að grípa til hryðjuverka og stríðsglæpa. Stuðningur okkar við Úkraínu verður áfram eins lengi og það tekur. Hugur minn er hjá úkraínsku þjóðinni og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum.“

Lesendur færslunnar voru margir hverjir fljótir að benda á hræsni Bjarna en hann hefur aldrei skrifað svipaða færslu vegna stríðsglæpa Ísraelshers sem framdir hafa verið á Gaza undanfarna tvo mánuði.

„En hvað með Palestínu sem við sem íslendingar erum samsek US og vesturlöndum í morðum og eyðileggingu? HVAÐ MEÐ PALESTÍNU BJARNI!?“ Svo spyr kona sem kallar sig Dimma á samfélagsmiðlinum en hún var ekki sú eina sem furðaði sig á hræsninni.

María nokkur skrifaði eftirfarandi athugasemd: „Auðvelt að fordæma árásir þegar fórnarlömbin eru hvít. Rasisti.“

- Auglýsing -

Svalasta sjöan skrifaði einnig athugasemd: „Flott yfirlýsing! ….. en afhverju kemur ekki svona yfirlýsing frá þèr um terror og war crimes frá ísraelsmönnum? Er það því við gerum bara og segjum það sem USA vilja?“

En það eru ekki einungis Íslendingar sem gagnrýna utanríkisráðherrann því það gerir hann Steve John frá Wales einnig en athugasemd hans er þýdd yfir á íslensku: „þér hefur mistekist að vera agndofa yfir stórfelldum árásum Ísraela, hryðjuverkum og stríðsglæpum á Palestínumenn, þú hefur aldrei gagnrýnt þá, sem gerir þig að hræsnara.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -