Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Bjarni Benediktsson segir af sér – Fullkomin óvissa með framhaldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson var metinn óhæfur að mati umboðsmanns.

Umboðsmaður Alþingis hefur metið það svo að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi verið óhæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka í ljósi þessi að einkahlutafélag í eigu föður hans var meðal kaupanda. Boðað var til blaðamannafundar í tilefni þess.

Bjarni tilkynnti það á fundinum að hann væri hér með búinn að segja af sér sem fjármálaráðherra.

Bjarni sagði á fundinum að hann væri ósáttur með þessa niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis en hann þyrfti að virða hana. Óvíst er hvort Bjarni muni halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður. Þá sé óljóst hvaða áhrif þetta muni hafa á ríkisstjórnarsamstarfið. Loks sagði hann frá því að hann vildi að faðir sinn hefði ekki tekið þátt í útboðinu.

„Ég verð að segja svona fyrsta kastið að mér er brugðið við að lesa þessa niðurstöðu,“ sagði Bjarni.

„Mér er í reynd ókleift að starfa áfram í þessu embætti. Ég vil skapa frið um verkefni ráðuneytisins og ég er að undirstrika að völdum fylgir ábyrgð.“

- Auglýsing -

Fréttin verður uppfærð

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -