Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Bjarni er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Þjóðleifsson, læknir og prófessor, er látinn. Hann var 85 ára gamall en mbl.is greindi frá andláti hans.

Bjarni fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og eftir stúdentspróf hóf hann nám í læknisfræði í Háskóla Íslands. Eftir útskrift þaðan starfaði Bjarni meðal annars í Reykjavík og á Sauðárkróki. Hann hélt áfram að mennta sig í læknisfræði í Bretlandi og varð á endanum yfirlæknir meltingasjúkdómadeildar Landspítalans árið 2002 við gott orðspor. Samhliða störfum sínum sem læknir kenndi hann lyflæknisfræði í HÍ og varð prófessor árið 1983.

Þá var hann um tíma formaður Vís­indaráðs Land­spít­ala og formaður fram­halds­mennt­un­ar­ráðs Há­skóla Íslands.

Bjarni var mikill íþróttagarpur og stundaði meðal annars laxveiði, skvass og golf. Síðar var Bjarni hluti af gönguhóp og fór í ferðir erlendis til að sinna áhugamálum sínum.

Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -