Mánudagur 21. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Bjarni er sár út í Sigríði: „Það er eft­ir­sjá af henni í flokk­starfi sjálf­stæðismanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson segir eftirsjá af Sigríði Á Andersen sem í gær tilkynnti að hún hefði yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn og muni leiða lista Miðflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í næstu kosningum.

„Hún hef­ur alla ævi verið virk í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Það eru auðvitað von­brigði að hún kjósi að fara í fram­boð fyr­ir annað stjórn­mála­afl. Það er eft­ir­sjá af henni í flokk­starfi sjálf­stæðismanna,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Sigríður var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær þar sem hún tilkynnti stóru tíðindin og sagði meðal annars: „Ég hef fylgst með Miðflokksmönnum, þeir hafa haldið uppi sjónarmiðum sem hafa verið í samræmi við mín sjónarmið í mörgum málum og þegar falast var eftir því við mig í upphafi þessarar viku að hugleiða þennan möguleika gat ég ekki annað en gert það, og komst að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgi. Og þá var Miðflokkurinn heppilegur vettvangur,“ sagði Sigríður Á. Andersen í viðtalsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Bjarni segir í samtali við mbl.is að hann hefði frekar kosið að hafa með í kosningabaráttunni:

„Ég hefði frek­ar kosið að hafa hana með í bar­átt­unni í kosn­ing­un­um held­ur en að sjá hana fara í annað stjórn­mála­afl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -