Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bjarni fær fullan stuðning innan ríkisstjórnarflokkanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu mótmælendur stóðu fyrir utan Ráðherrabústaðinn á meðan á ríkisstjórnarfundi stóð fyrir hádegi og hrópuðu um leið og ráðherrar gengu út. Bjarni sagðist ekki geta talað í þessum hávaða:

Bjarna burt, Bjarna burt, hrópuðu mótmælendur og Bjarni sagði við fréttamenn: „Ég ætla ekki að tala við ykkur. Það er alltof mikill hávaði hérna.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu RÚV að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.

Nú er þetta mál farið að lita allt ykkar stjórnarsamstarf er einhver leið út úr þessu?

„Sko málið er í alveg skýrt skilgreindu ferli og það liggur algerlega fyrir að bæði ríkisendurskoðun og Seðlabankinn eru að rannsaka málið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn, „ég hef sagt það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og þinginu að það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla að við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að við getum metið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði.“

Ríkir sama traust nú eftir bankasöluna eins og fyrir?

„Já, það ríkir fullt traust á milli okkar. Hvað var rætt um þetta á þessum fundi? Það var ekki rætt um þessi mál á þessum fundi. Það er verið að skoða tiltekna hluti og ég hef nefnt þá hluti.“

„Ég meina við getum rætt til að mynda aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu. Við getum nefnt meðferð innherjaupplýsinga. Við getum nefnt skilgreiningar á hæfum fjárfestum. Fyrir utan þetta með gagnsæið sem að ég hef haldið til haga allan tímann.“

- Auglýsing -

Er samstaða um fullan stuðning við Bjarna eftir bankasölumálið?

„Innan ríkisstjórnarinnar, stjórnarflokkanna?“

Já.

- Auglýsing -

„Já ég tel svo vera“ segir Katrín í samtali við fréttastofu RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -