Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Bjarni fær rýting í bakið frá sínum nánasta bandamanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þessar eldglærur hafa læst sig í húsi okkar, hagkerfinu. Til mikillar mildi eru tvær vaskar sveitir mættar á vettvang til þess að bjóða fram aðstoð sína. Annars vegar er þar Seðlabankinn, hlaðinn tækjum og tólum til berjast við eldinn. Hins vegar eru það fulltrúar ríkissjóðs. Þeir segjast líka vilja hjálpa. Í stað brunaslöngu eru þeir með bensínbrúsa. Í kapp hver við annan sprauta bjargvættirnir á víxl vatni og bensíni yfir eldinn. Eins og gefur að skilja gengur erfiðlega að slökkva hann. Á meðan stöndum við hjá og horfum á húsið brenna.“

Svo hljóðar hluti umsagnar Viðskiptaráðs um fjárlög Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Umsögnin er að flestu leyti hefðbundin bábylja frá Viðskiptaráði um að lækka skatta á hina ríkustu.

Það sem vekur athygli er að allar líkur séu á því að nánasti samstarfsmaður Bjarna um árabil lýsi honum nú sem brennuvargi. Það var Samstöðin sem vakti fyrir athygli á því að ætla má að umsögnin sé skrifuð af Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Svanhildur var aðstoðarkona Bjarna um árabil og hans nánasti samstarfsmaður og helsti bandamaður. Það má ætla að það bandalag standi veikara en áður eftir þessa umsögn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -