Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Bjarni hættur á þingi og sem formaður: „Ég finn að þetta er rétti tíminn til að breyta til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og ætlar sér ekki að taka sæti á komandi þingi.

„Kæru vinir,

Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í formannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Það hafa verið forréttindi og heiður að leiða flokkinn frá árinu 2009. Ég skil sáttur við mín verk, þakklátur fyrir stuðninginn og stoltur af mínum störfum sem þingmaður í tæplega 22 ár.“ Þannig hefst tilkynning frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Facebook rétt í þessu. Í færslunni fer hann yfir sviðið og talar um tíma sinn á þingi og talar upp störf sín fyrir þjóðina.

„Á mínum fyrstu árum í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn var staðan í þjóðlífinu erfið. Mikið uppgjör var framundan og þörf fyrir endurreisn á sviði efnahagsmála. Við Íslendingar fengumst við einhverja mestu efnahagskrísu lýðveldistímans og mikil átök voru í þinginu um pólitíska stefnumörkun. Allt var undir fyrir Ísland á þessum örlagaríku tímum og ég lagði allt mitt af mörkum fyrir landið okkar ásamt samherjum í flokknum, og hef gert það alla tíð síðan.“ Segir hann ennfremur að árangurinn sem ríkisstjórn hans náði frá 2013 hafi farið fram úr hans björtustu vonum. „Við getum sagt að hvergi sé betra að búa en á Íslandi“.

Segist hann hafa fengið mörg tækifæri í stjórnmálum og að það hafi þroskað hann og mótað.

„Ég hef fengið mörg tækifæri á sviði stjórnmálanna en aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að endurnýja umboð mitt, síðast í kosningunum í nóvember, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk áfram flest atkvæði í kjördæmi mínu. Ekkert hefur þroskað mig meira og mótað í lífinu en að fá að glíma við öll þessi flóknu úrlausnarefni sem þingmaður og ráðherra, eiga samtal við kjósendur og standa þeim reikningsskil af verkum okkar.“

Segist hann því næst að hann ætli sér ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi forystu í Sjálfstæðisflokknum.

- Auglýsing -
„Á þessum tímamótum hef ég hins vegar ákveðið að sækjast ekki eftir endurnýjuðu umboði til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nýafstaðnar kosningar skiluðu Sjálfstæðisflokknum næst flestum þingmönnum á Alþingi, þar sem hann var rúmu prósentustigi minni en sá stærsti.

Stærstu tveir flokkarnir eru báðir talsvert frá sínum fyrri hæðum, og sögulega eru úrslitin ekki nægilega góð fyrir okkur sjálfstæðismenn. En eftir langa setu í ríkisstjórn, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tók ábyrgð á stjórn landsmálanna meðan aðrir reyndu að byggja sig upp í stjórnarandstöðu, vann flokkurinn ágætan varnarsigur.“

Segir hann einnig að ný tækifæri opnist fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu, til að „styrkja samband sitt við hinn almenna kjósanda og skerpa á forgangsmálum“.

Þá segist hann hafa verið í 22 ár á þingi og það sé meira en hann hafði getað ímyndað sér. Hann hafi síðstu daga litið yfir farinn vef með sínum nánustu og hugsað um framtíðina. „Ég finn að þetta er rétti tíminn til að breyta til“. Heldur hann áfram:

- Auglýsing -

„Í ljósi þessara aðstæðna hef ég ákveðið að taka ekki sæti á því þingi sem hefst síðar í mánuðinum. Næstu vikur ætla ég að taka mér frí en hyggst svo taka mín síðustu skref á pólitíska sviðinu og kveðja vini mína í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum sem framundan er, þar sem blásið verður til sóknar fyrir þjóðlífið allt.“

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -