Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Bjarni leyfir hvalveiðar til næstu fimm ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson hefur gefið út veiðileyfi á langreiðum til Hvals hf, auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem Tjaldtangi ehf. á. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Forsætis- og matvælaráðherra, Bjarni Benediktsson veitir veiðileyfin til fimm ára, líkt og gert var 2009, 2014 og 2019. Framlengjast leyfin um eitt ár og er er heimilt að flytja allt að 20 prósent af veiðiheimildum hvers árs yfir á það næsta. Sem fyrr munu Fiskistofa og Matvælastofnun hafa eftirlit með veiðunum.

Þrjár leyfisumsóknir bárust til hrefnuveiða og ein til veiða á langreyðum. Einungis voru tvö leyfi veitt að fengnum umsögnum Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar.

Fram kemur í tilkynningunni að „stjórn­un á nýt­ingu lif­andi auðlinda sjáv­ar á Íslandi er í föst­um skorðum og skal leyfi­leg­ur heild­arafli á langreyði og hrefnu fylgja veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem bygg­ir á sjálf­bærri nýt­ingu og varúðarnálg­un. Ráðgjöf­in er byggð á út­tekt­um Norður-Atlants­hafs­sjáv­ar­spen­dýr­aráðsins (NAMMCO) og mæl­ir fyr­ir um að ár­leg­ar veiðar á langreyði á tíma­bil­inu 2018-2025 nemi ekki meira en 161 dýr­um á veiðisvæðinu Aust­ur-Græn­land/​Vest­ur-Ísland og að há­marki 48 langreyðum á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar.“

Þá er bent á að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á hvölum fyrir árin 2018 til 2025, skírskotar til stofnmatsþróun frá 2017, hvar greint er frá því að frá upphafi hvalatalninga 1987, hafi langreyðum fjölgað við Ísland.

„Fjöld­inn í síðustu taln­ingu (2015) var sá mesti síðan taln­ing­ar hóf­ust. Besta leiðrétta mat fyr­ir allt taln­inga­svæði Íslands og Fær­eyja árið 2015 var 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Aust­ur Græn­lands-Íslands stofnsvæðinu.“

- Auglýsing -

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Hafrannsóknarstofnun mæli með að árlegar veiðar á hrefnu frá 2018 til 2025, verði ekki fleiri en 217 hrefnur. Sex hrefnur voru veiddar ári 2018 og aðeins ein árið 2021. Á þessu ári hafa engar langreyður verið veiddar hér við land en árið 2022 voru 148 dýr veidd en þá hafði staðið yfir þriggja ára veiðihlé. Þá voru 24 langreyður veiddar árið 2023.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -