Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Bjarni neitar því að vera vanhæfur: „Eigum enga hluti í Hval hf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og sitjandi matvælaráðherra, telur sig vera hæfan að veita Hval hf. leyfi til hvalveiða.

Það hefur gustað mikið um Bjarna Benediktsson síðan í gær en þá birti Heimildin leyniupptökur af Gunnari Bergmann Jónssyni en hann er sonur Jóns Gunnarssonar sem var nýlega skipaður aðstoðarmaður Bjarna í sjávarútvegsmálum. Á upptökunum má heyra Gunnar meðal annars tala um vanhæfni Bjarna til að veita leyfi fyrir hvalveiðum vegna fjölskylduástæðna án þess að fara nánar út í þau mál. Það yrði því Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sem þyrfti að skrifa undir leyfið. Þá sagði Gunnar á upptökunni að faðir sinn hafi verið settur sérstaklega í ráðuneytið til að tryggja að Hvalur hf. fengi leyfið fyrir komandi alþingkosningar.

Eins og áður segir þá liggur ekki nákvæmlega fyrir í hverju meint vanhæfni Bjarna felst en samkvæmt frétt sem birtist í Stundinni árið 2019 áttu foreldrar Bjarna 2,3% hlut í Hval hf. á þeim tíma. Mannlíf sendi Bjarna fyrirspurn um málið fyrr í dag.

Umsóknir eru ennþá í ferli

Í svari Bjarna til Mannlífs tekur hann skýrt fram að hvorki hann né náskyldir ættingjar eigi hlut í fyrirtækinu í dag.

„Ég og náskyldir ættingjar, foreldrar mínir, systkini og börn eigum enga hluti í Hval hf,“ sagði forsætisráðherrann.

Já, það er ekkert sem gefur tilefni til að ætla að ég sé ekki hæfur til þess,“ sagði Bjarni um hvort hann væri hæfur til þess að veita Hval hf leyfi. „Hins vegar á eftir að koma í ljós hve langan tíma lögbundið umsagnarferli tekur m.t.t. þess hvort yfir höfuð verði um einhverja ákvarðanatöku að ræða á þessu kjörtímabili.“

„Þær umsóknir eru til hefðbundinnar stjórnsýslulegrar meðferðar í ráðuneytinu. Lögum samkvæmt fer málið m.a. til umsagnar hjá Hafrannsóknarstofnun,“ sagði Bjarni svo um stöðu þeirra umsókna sem hafa verið lagðar inn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -