Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Bjarni ósammála Ísrael um flóttamannabúðir: „Þú getur ekki tekið þetta úr því samhengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Utanríkisráðherra Íslands kannast ekki við árás á flóttamannabúðir.

Í vikunni réðst Ísraelsher á flóttamannabúðir í Jabaliya á Gaza og hefur Ísrael viðurkennt það. Sökuðu þeir Hamas um að vera með bækistöðvar í búðunum. Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra Íslands, var spurður á blaðamannafundi í gær hvað honum þætti um árásirnar á flóttamannabúðirnar.

„Ef þú biður mig um viðbrögð við árás á flóttamannabúðir þá ertu að fullyrða að það hafi verið gerð árás á flóttamannabúðir,“ sagði Bjarni og endurorðaði blaðamaðurinn sem spurði að þessu hvernig Bjarni myndi lýsa því sem gerðist í flóttamannabúðunum.

„Eins og ég sé það þá eru átök í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Og allt sem gerist eins og við sáum í flóttamannabúðunum er bara hryllilegt,“ sagði hann. „En þú getur ekki tekið þetta úr því samhengi að hryðjuverkamenn eru að berjast gegn Ísraelsmönnum núna, og eru enn. Og það er eitthvað mótsvar vegna þess. Við höfum séð mörg dæmi þess að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Og það er það sem gerir hlutina mjög flókna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -