Formenn stjórnarflokka munu efna til blaðamannafundar klukkan 11 í dag en samkvæmt heimildum mbl.is þykir líklegt að Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipti um stóla. Ef það gengur eftir mun Bjarni verða utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra.
Miklar vangaveltur hafa verið síðustu daga um frekari breytingar á ríkisstjórninni en þótti ekki nægur tími til þess. Þá er ekki útilokað að slíkt muni gerast síðar í vetur. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu á Þingvöllum í gær til þess að bæta samstöðu en var það fyrsti fundur sinnar tegundar á kjörtímabilinu.