Bjarni Karlsson prestur ætlar að bjóða sig fram til biskups en greindi hann frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nafn Bjarna hafði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu og var hann beðinn um að tjá sig um það: „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni og bætti við: „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör.“
Frá og með 6. febrúar næstkomandi verða þrír prestar valdir og hafa þeir mánuð til þess að kynna sig. Að því loknu verður á milli þeirra þriggja.