Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Bjórdósarstuðningsmaðurinn látinn biðjast afsökunar: „Þetta á ekkert að sjást, það bara þannig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stuðningsmaður knattspyrnuliðs Víkings var látinn biðjast afsökunar fyrir að kasta bjórdós.

Eins og Mannlíf greindi frá fyrr í dag var stuðingsmaður Víkings sakaður um að hafa kastað bjórdós í átt að vellinum þegar Breiðablik og Víkingur áttust við í gær. Í samtali við Mannlíf staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, atvikið. 

„Í hálfleik var drengurinn dreginn niður og látinn biðjast afsökunar við starfsfólk Breiðabliks og framkvæmdastjóra og þeir hleyptu honum til baka í kjölfarið á því. Málið verður ekkert rannsakað af okkur, það liggur alveg fyrir að hann gerði þetta,“ sagði Haraldur um hegðun stuðningsmannsins. Spurður hvort að stuðningsmaðurinn yrði mögulega settur í bann frá heimaleikjum Víkings þá sagði Haraldur að slíkt væri erfitt á Íslandi og hann þekki ekki dæmi um að það sé gert.

Þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stuðningsmanninn, sem heitir Nikola Djuric og er 22 ára gamall. Hann er sjálfur knattspyrnumaður og er samningsbundinn Haukum, sem spila í 2. deild, þar sem hann spilaði flesta leiki liðsins á tímabilinu. Mögulegt er að Haukar eða KSÍ muni þurfa að bregðast við þessu að einhverju leyti enda þykir þetta ekki eðlileg hegðun hjá leikmanni.

Þá staðfesti Haraldur einnig að stuðningsmenn félags hafi kveikt á blysum í stúkunni en slíkt algjörlega bannað í reglum KSÍ. „Já, held að það hafi verið tvo blys á lofti í stúkunni, einhver smáblys. KSÍ fjallar væntanlega um það. Það er ekki leyfilegt en sjást á stökum leikjum. Þá er það yfirleitt KSÍ sem sektar viðkomandi félög,“ sagði Haraldur og að kveikja á blysum væri rugl sem félagið vildi ekki sjá og óþarfa kostnaður fyrir félagið.

„Þetta á ekkert að sjást, það bara þannig,“ sagði Haraldur að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -