Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Björgvin Páll hlaut titilinn „SMILER haust 2022“: „Björgvin Páll er frábær fyrirmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson handknattleiksmaður var heiðraður sem SMILER hausts 2022 fyrir að vera flott fyrirmynd. Björgvin sem upplifði erfiða tíma í æsku vegna kvíða, hefur notað þá reynslu til að leiðbeina og styrkja börn og unglinga. Um tíma var hann vistaður á Bugl; barna- og unglingageðdeild og þekkir það að missa fótfestu og upplifa sig vera lítils virði. Bók Björgvins Páls Án filters lýsir reynslu hans og bjargráðum og nú er komin út bók hans Barn verður forseti. Að breyta erfiðri reynslu í gjöf fyrir sjálfan sig og aðra vakti athygli og varð til þess að hann fékk heiðurstitilinn SMILER hausts 2022. Björgvin Páll er nú á meðal fjölda annarra íslendinga sem hafa hlotið þann titil og má sjá á heimasíðunni www.smiler.is.

Björgvin með heiðurskjal.

SMILER – hljóðfæri gleðinnar, er merkisgripur í formi hálsmens og tilgangur hans er að minna á að við erum máttugir skaparar með getu til að skapa okkur gott líf – óháð ytri skilyrðum og reynslu. SMILER er líka hvatning til að fylgja draumum okkar – flest er jú mögulegt! Ákveðið hlutfall af sölu gripsins rennur ætíð til mannræktarsamtaka og nú styrkir SMILER hjálparlínu Góðvildar sem eru félagasamtök sem styðja við fjölskyldur langveikra barna.

Björgvin Páll og Gegga

Helga Birgisdóttir – Gegga, er skapari SMILER ásamt því að vera hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, myndlistarkona og meðferðaraðili. Hún segir ótækt að ungu fólki líði það illa að þau sjái oft enga lausn nema yfirgefa þessa jörð. „Við gröfum okkar eigin gröf þegar við gleymum að næra andann og heilbrigð samskipti. Þegar við einblínum á álit annarra þá fylgir því óheilbrigð samkeppni og streita – og allir tapa. Kærleikur og mennska ættu aldrei að víkja fyrir ótta og græðgi. Björgvin Páll er frábær fyrirmynd í að sýna hvernig viðhorf okkar skiptir öllu!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -