Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Björk með glænýja smáskífu: „hver plata byrjar á tilfinningu sem ég reyni að breyta í hljóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björk Guðmundsdóttir, okkar heimsfræga söngkona og náttúruafl ef svo má að orði komast, gaf út fyrstu smáskífu af tíundu plötu sinni í dag. Lagið ber heitið Atopos en platan, Fossora, kemur út 30. september næstkomandi. Börn Bjarkar, Sindri og Ísadóra hjálpuðu móður sinni í tveimur lögum plötunnar.

Fyrir nokkrum dögum útskýrði Björk nýju plötuna, Fossora á Instagram-reikningi sínum.

„hver plata byrjar á tilfinningu sem ég reyni að breyta í hljóð. Í þetta skiptið var tilfinningin að lenda á jörðinni og að grafa fætur mínar ofan í jörðina (eftir síðustu plötu mína utopia, sem var alveg eyja í skýjunum með loft-frumefninu en engan bassa

þetta var líka ofið saman við upplifun mína á „núinu“
í þetta skiptið vorum við öll sjö milljarðarnir að upplifa það saman
hreiðrandi um okkur heima í sóttkví
verandi það lengi á sama stað að við fórum að skjóta rótum
nýja platan mín, „fossora“ er um það
það er orð sem ég bjó til
það er kvenkynsorðið af fossore ( grafari )
þannig að í stuttu máli þýðir þetta „sú sem grefur“ ( í jörðina )“
Hér fyrir neðan má horfa og hlusta á hinu stórgóðu smáskífu, Atopos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -