Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Björn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Theodór Líndal lögmaður er fallinn frá. Lést hann á heimili sínu í Hafnarfirði laugardaginn 20. apríl, 67 ára að aldri.

Björn fæddist þann 1. nóvember árið 1956 og var sonur hjónanna Páls Líndal, fyrrverandi borgarlögmanns og ráðuneytisstjóra og Evu Úlfarsdóttur Líndal, húsmóður og deildarstjóra. Björn lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík 1976 og hóf síðan nám við lagadeild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan árið 1981.

Eftir að laganáminu lauk starfaði Björn í viðskiptaráðuneytinu en 1986 var hann ráðinn til starfa hjá Alþjóðabankanum í Washington DC en þar vann hann til ársins 1988. Ári síðar tók hann við starfi aðstoðarbankastjóra Landsbanka Íslands en því starfi sinnti hann til ársins 2003. Þegar því starfi lauk hóf Björn rekstur sem sjálfstætt starfandi lögmaður sem hann vann við fram til dauðadags.

Samkvæmt mbl.is sem sagði frá andlátinu, gengdi Björn ýmsum trúnaðarstörfum um ævina. Var hann formaður stjórnar Barnaverndarráðs frá 1983 til 1986, í stjórn Nordiska Projektportfonden frá 1983 til 1988 og í stjórn Fjölgreiðslumiðlunar hf frá 2009 til 2012. Þar segir einnig að Björn hafi verið vinsæll og vinamargur og að hann helsta áhugamál hafi verið stangaveiði sem hann stundaði í áratugi með fjölskyldu og vinum á hverju sumri. Ein af hans uppáhalds veiðiá var Laugardalsá við Ísafjarðardjúp sem hann veiddi í ásamt fjölskyldu sinni og vinahjónum sem eiga fallegar minningar þaðan, eins og það er orðað hjá mbl.is. Þar kemur aukreitis fram að Björn hafi veirð góður ræðumaður sem og píanóleikari og hafi leikið á alls oddi í góðra vina hópi.

Árið 1983 kvæntist Björn Sólveigu Guðmundsdóttur lögfræðini en hún lést 12. desember 2010. Eignuðust þau tvö börn, þau Vigdísi Evu, fædda 1983 og Guðmund Pál, fæddan 1986. Vig­dís Eva er menntaður lög­fræðing­ur, gift Þór­halli Ax­els­syni viðskipta­fræðingi, en Guðmund­ur Páll er lög­fræðing­ur að mennt og kvænt­ur Krist­ínu Láru Helga­dótt­ur lög­fræðingi.

Þá átti Sólveig þrjú börn úr fyrra hjónabandi, þau Sigyn Ei­ríks­dótt­ur, Sig­nýju Ei­ríks­dótt­ur og Óskar Örn Ei­ríks­son. Barna­börn Björns eru þau Björn Hilm­ir, Óðinn Helgi, Axel Reg­inn, Freyja Sól­veig og Sól­veig Eva.

- Auglýsing -

Síðar kynntist Björn Sigríði Kristinsdóttur sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu en þau bjuggu saman í Hafnarfirðinum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -