Föstudagur 13. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Björn fékk mjög praktíska jólagjöf: „Gjöf til þess að vernda mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er ótrúlega stutt í jólin og fólki hlakkar til jóla. Mannlíf hafði samband við nokkra alþingismenn til að spyrjast fyrir um jólin hjá þeim. Hefðir, gjafðir, minningar og fleira í þeim dúr bar á góma. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, reið á vaðið.

„Ég hlakkaði alltaf til þess að hitta alla,“ sagði Björn Leví þegar hann var spurður um uppáhalds jólaminninguna. „Sérstaklega systkini mín sem eru þó nokkuð yngri en ég. Jólaminningarnar mínar eru um ferðalög til ömmu, pabba og systkina minna og þær samverustundir,“ en hann var einnig spurður hver hans uppáhalds jólagjöf sem hann hefur fengið væri.

„Ég er mjög praktískur,“ svarði þingmaðurinn „Þannig að besta jólagjöfin sem ég hef fengið er hjálmur með innbyggðum heyrnartólum. Þannig er ég öruggari á hjólinu og get hlustað á hljóðbækur á leiðinni í vinnuna líka. Þetta var gjöf til þess að vernda mig – og kom sér mjög vel þegar bíll keyrði á mig nokkrum mánuðum seinna.“

„Jólin eru afslöppuð,“ sagði Björn þegar hann var spurður hvernig jólin væru á hans heimili. „Fjölskyldan nýtti tækifæri síðustu jól, sem voru án gesta, til þess að hafa jólanáttfatajól. Við prófum líka alls konar mismunandi aðalrétti um jólin. Ég þarf þó alltaf að gera sama möndlugrautinn í eftirrétt á hverju ári sem mér finnst líka mjög gaman að gera.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -