Björn Birgisson segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera illa við eldri borgara.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson birti graf Finns Birgissonar á Facebook þar sem útreikningar á launum og ellilífeyri á Íslandi er sýndur. Þar sést að vísitala ellilífeyris helst ekki í hendur við launavísitöluna. Segir Björn að Finnur sé betri heimild en fjármálaráðuneytið. „Ef tölum ber ekki saman ber að trúa útreikningum Finns Birgissonar,“ skrifar Björn og segir útreikningana sýna að núverandi ríkisstjórn sé „hreinlega illa við gamla fólkið.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
„Þegar Finnur Birgisson birtir útreikninga á launum og ellilífeyri í landinu, á launahækkunum og svo hækkunum á ellilífeyri, þá er fólki alveg óhætt að trúa þeim tölum – einfaldlega vegna þess að Finnur er miklu betri heimild um þróun þessara mála en sjálft Fjármálaráðuneytið. Ef tölum ber ekki saman ber að trúa útreikningum Finns Birgissonar.