Björn Leví Gunnarsson er ekki ánægður með orð dómsmálaráherra um breytingar á lögreglufrumvarpið sem hún var að leggja fram á þingi.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifaði Facebook-færslu þar sem hann furðar sig á orðum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra en hún segir að lögreglufrumvarp hennar innihaldi ekki forvirkar rannsóknarheimildir.
„Reynum aðeins á orðaskilning fólks. Dómsmálaráðherra segir að lögreglufrumvarpið hennar innihaldi ekki forvirkar rannsóknarheimildir. Í frumvarpinu er samt talað um heimildir lögreglu til að fara í frumkvæðisverkefni án gruns um brot, í þágu afbrotavarna.“ Þetta skrifar Björn Leví á Facebook og spyr svo þá sem lesa færsluna spurningar: