Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Björn Leví hæðist að „samsæriskenningu“ nafna síns: „Þetta er mjög opinberandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson hæðist að Birni Bjarnasyni sem sakar RÚV og Pírata um leikfléttu.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins skrifaði færslu á Facebook þar sem hann segir fréttastofu Ríkisútvarpsins og Pírata hafa verið með „gamalkunna leikfléttu“ þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var spurður í frétt RÚV hvort Bjarni Benediktsson hefði hleypt illu blóði í kjaraviðræðurnar í Silfrinu. Færsluna má lesa hér:

„Fréttastofa RÚV bjó það til með spurningu til Ragnars Þórs Ingólfssonar að Bjarni Benediktsson hefði hleypt illu blóði í kjaraviðræðurnar með ummælum í Silfrinu. Hvorki Sólveig Anna í Eflingu né Vilhjálmur Birgisson í Starfsgreinasambandinu tóku undir með fréttamanninum eða Ragnari Þór þegar Morgunblaðið ræddi við þau. Þórhildur Sunna, leiðtogi Pírata, greip hins vegar bolta fréttasofunnar á lofti og komst í fyrstu frétt fyrir vikið. Leikflétta fréttastofu og pírata er gamalkunn, henni er ætlað að eitra andrúmsloftið. Vegna þess að fréttastofan starfar ekki á grundvelli hlutlægs fréttamats getur svona bolti rúllað lengi.“

Björn Leví Gunnarsson Pírati skrifaði færslu í gærkvöldi þar sem hann svarar nafna sínum og hæðist að honum vegna þessara ásakana.

„Þetta er mjög opinberandi. Miklu meira en nafni minn áttar sig á. Því eins og allir vita þá hafa útvarpsstjórar RÚV í gegnum árin aðallega verið sjálfstæðismenn. Þetta er því kjarnyrt lýsing á því hvernig nafni minn og hans kumpánar stunduðu pólítíkina í gamla daga.“ Þannig hefst færsla Björns Levís.

Bætir hann við að Píratar hafi einfaldlega séð leikfléttu formanns Sjálfstæðisflokksins og opinberað hana. „Að RÚV finnist það fréttnæmt er ekki eitthvað sem við höfum stjórn á en auðvitað vonumst við alltaf til þess að fjölmiðlar veiti því athygli sem við bendum á á þingi.“ Þá segir hann að „samsæriskenning“ Björns Bjarnasonar falli um sjálft sig í ljósi þess að bæði Vísir og Heimildin fjalli um málið. „

- Auglýsing -

… en nafni minn myndi líklega kalla það píratamiðil líka eða eitthvað álíka. Síður visir.is giska ég á. Allavega, samkvæmt Björn Bjarnason þá eiga Píratar fjölmiðlaveldið visir.is, heimildina og rúv. Geri aðrir betur /kaldhæðni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -